Erlent

Bush boðar nýja björgunaráætlun

Sérfræðingar á markaði vona að versta niðursveifla á mörkuðum í tuttugu ár hafi kennt Bandaríkjaþingi lexíu og það samþykki nýtt neyðarsjóðsfrumvarp fyrir lok vikunnar.

Hrun varð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær, það versta í rúm tuttugu ár, eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafnaði frumvarpi neyðarsjóð fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki. Í Asíu og Evrópu í dag hafa vísitölur og verð á mörkuðum sveiflast upp og niður. Markaðir vestanhafs styrktust síðan eilítið í dag.

George Bush Bandaríkjaforseti segir þing og Hvíta húsið semji um nýtt frumvarp.

Flestir horfa þó frekar til forsetaframbjóðenda stóru flokkanna í málinu því það verði jú annar þeirra sem erfi vandann. Þeir harma að ríkisaðstoð þurfi. Nú þurfi að hætta að finna sökudólg og semja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×