Erlent

Skelfing um borð þegar hreyfill bilaði

Óli Tynes skrifar
Dash 8-400 vél Wideröe.
Dash 8-400 vél Wideröe.

Skelfing greip um sig í Dash 400 flugvél norska flugfélagsins Wideröe þegar bilun varð í hreyfli á leiðinni frá Þrándheimi til Kaupmannahafnar. Um borð voru 48 farþegar.

Mörg óhöpp hafa orðið í vélum af þessari tegund á undanförnum misserum og SAS flugfélagið er til dæmis alveg hætt að nota þær.

Þegar olíuþrýstingur féll á öðrum hreyflinum ákváðu flugmennirnir að lenda á Torp flugfelli í Sandefjord rétt sunnan við Osló.

Sænska blaðið Expressen segir að skelfing hafi gripið um sig meðal farþeganna og margir þeirra grátið.

„Ég flýg aldrei aftur með Dash 400," sagði einn farþeganna við Expressen.

Lendingin tókst þó ágætlega og farþegarnir voru sendir áfram með annarri vél til Kaupmannahafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×