Erlent

„Afsakaðu ég sagaði af mér handlegginn“

Óli Tynes skrifar

Breskur maður sem sagaði af sér handlegginn fyrir neðan olnboga bankaði í rólegheitum upp hjá næsta nágranna sínum og sagði; „Afsakaðu, ég sagaði af mér handlegginn, gætir þú hjálpað?"

Steve Francis var sem þrumu lostinn. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að neitt væri að fyrr en ég leit niður og sá að handlegginn vantaði. Hann æpti ekki. Hann var sallarólegur."

Francis þaut inn til þess að hringja á sjúkrabíl en John Stirling settist í stól á veröndinni. Francis kom svo út og notaði belti og aðrar umbúðir til þess að stöðva blæðingu úr handleggnum.

Í samtali við Sky fréttastofuna sagði Francis að þeir Stirling hafi spjallað saman í rólegheitum meðan þeir biðu eftir sjúkrabílnum.

Stirling hafði verið að snyrta tré með vélsög. Hún skrapp til og tók af honum handlegginn.

Sjúkraliðarnir spurðu hvar handleggurinn væri og Francis þaut og sótti hann og setti í plastpoka. Þann poka setti hann svo ofan í annan plastpoka með frosnum hveitibollum til þess að kæla hann niður.

Handleggurinn var græddur aftur á Stirling í fjórtán tíma aðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×