Erlent

Sjóræningjar berjast innbyrðis

Óli Tynes skrifar
Bátar sjóræningjanna við Faina.
Bátar sjóræningjanna við Faina.

Þrír sómalskir sjóræningjar biðu bana í innbyrðis skotbardaga um borð í úkrainsku skipi sem þeir rændu í síðustu viku. Þrjú bandarísk herskip hafa umkring úkrainska skipið og þyrlur þeirra sveima yfir því.

Það hefur valdið miklum taugatitringi meðal fimmtíu eða svo sjóræningja sem eru um borð. Einhverjir þeirra vildu gefast upp en aðrir ekki. Við það kom til skotbardaga sem kostaði þrjá menn lífið.

Um borð í úkrainska skipinu Faina eru 33 rússneskir skriðdrekar og margvísleg önnur hergögn. Óljóst er hvert skipið var að fara með þessi hergögn. Yfirvöld í Kenya segjast eiga þau, en það hefur ekki verið staðfest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×