Erlent

Segja Dani einblína um of á ógn frá Mið-Austurlöndum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danskir stjórnmálamenn horfa of mikið til Mið-Austurlanda þegar þeir ræða hugsanlegar ógnir gagnvart Danmörku og gleyma Rússlandi.

Þetta segja danskir herstjórnendur og telja málið alvarlegt. Þeir segja að Danir eigi að hafa mun meiri vara á gagnvart Rússum, einkum í kjölfar stríðsins í Georgíu. Benda þeir sérstaklega á að það sé ekki góð þróun ef rússneski orkurisinn Gazprom kaupir danska fyrirtækið Dong Energy en það hefur komið til tals.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×