Erlent

Höfrungar settir í megrun

Óli Tynes skrifar
Ojj þetta heilsufæði.
Ojj þetta heilsufæði. MYND/AP

Höfrungar í sædýrasafni í Tokyo eru að komast í form aftur eftir að hafa verið settir á megrunarkúr.

Dýrin hafa verið á megrunarfæði síðan í ágúst þegar fór að bera á því að þau gætu ekki lengur klárað stökkin sem ætlast var til af þeim á sýningum.

Þeir gátu jafnvel ekki verið uppréttir í sjónum þegar þeir tróðu marvaðann.

Dýralæknar voru þá kallaðir til og þeir uppgötvuðu sér til nokkurrar furðu að höfrungarnir voru komnir með bumbur.

Mataræðið var rannsakar og það kom í ljós að makríllinn sem þeir voru fóðraðir á var orðinn feitari en áður og bætti á þá of mörgum kaloríum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×