Erlent

Hópslagsmál í Tromsø

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan í Tromsø í Noregi fékk tilkynningu um hópslagsmál í miðbænum þar um tvöleytið í nótt.

Ekki vildi þó betur til en svo að vegna mikillar undirmönnunar í lögregluliðinu var ekki hægt að senda einn einasta mann á staðinn. Lætur lögreglan því nægja að lýsa eftir vitnum að atburðinum ef svo skyldi fara að einhver legði fram kæru. Aðeins fimm lögreglumenn voru á vakt í Tromsø í nótt og allir uppteknir við annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×