Erlent

Páfagarður verður vistvænni

Óli Tynes skrifar
Sólarrafhlöður settar á þak páfagarðs. Péturskirkjan í baksýn.
Sólarrafhlöður settar á þak páfagarðs. Péturskirkjan í baksýn. MYND/AP

Verið er að koma fyrir 2700 sólarrafhlöðum á þaki Páfagarðs í Róm. Með því sparar Páfagarður bæði peninga og verður vistvænni.

Rafhlöðurnar eiga að framleiða 300 þúsund kílóvattstundir sem duga bæði til þess að lýsa upp húsakynni páfa, og hita þau og kæla.

Í páfagarði er meðal annars 6.300 manna samkomusalur þar sem haldnir eru tónleikar og aðrar samkomur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×