Lakers vann Kyrrahafsriðilinn 12. apríl 2008 13:36 Chris Paul og Kobe Bryant áttust við í nótt en þeir hafa verið tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar í vetur NordcPhotos/GettyImages Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lakers mætti vel stefnt til leiks gegn New Orleans í nótt og náði fljótlega 30 stiga forystu. New Orleans náði að saxa þessa forystu niður í aðeins eitt stig í síðari hálfleik en lengra komst liðið ekki. Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers, Pau Gasol skoraði 25 stig, Derek Fisher 15 og Lamar Odom var með 13 stig og 16 fráköst. Peja Stojakovic var mðe 24 stig hjá gestunum, Tyson Chandler 18 og Jannero Pargo 17. Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 17 stoðsendingar. Houston vann góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport 101-90. Sigur heimamanna var nokkuð öruggur og var Tracy McGrady stigahæstur í jöfnu liði Houston með 22 stig en Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix. LeBron James skoraði 24 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhluta en það dugði Cleveland ekki þegar liðið tapaði fyrir Chicago 100-95. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando tapaði óvænt heima vyrir Minnesota 102-101. Hedo Turkoglu skoraði 23 fyrir Orlando en Randy Foye 25 fyrir Minnesota. Indiana hélt í vonina um sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia á útivelli. Danny Granger skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana en Andre MIller var með 23 fyrir Philadelphia. Toronto burstaði New Jersey 113-85. Carlos Delfino skoraði 24 stig fyrir toronto en Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey. Boston lagði Milwaukee örugglega heima 102-86. Rajon Rondo skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Boston en Michael Redd var með 18 stig hjá Milwaukee. Memphis lagði Miami á útivelli 96-91 og tryggði Miami sér lélegasta árangur ársins með tapinu - hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur. Atlanta er nú hársbreidd frá því að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir sigur á New York á útivelli 116-104. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta en Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir New York. San Antonio vann auðveldan sigur á Seattle 95-74 en missti reyndar Manu Ginobili af velli í nótt eftir að hann meiddist á nára. Tony Parker skoraði 20 stig fyrir meistarana en Kevin Durant 20 fyrir Seattle. Loks vann Sacramento sannfærandi sigur á Portland 103-86 þar sem John Salmons skoraði 18 stig fyrir Sacramento en LaMarcus Aldridge var með 24 stig og 15 fráköst hjá Portland. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lakers mætti vel stefnt til leiks gegn New Orleans í nótt og náði fljótlega 30 stiga forystu. New Orleans náði að saxa þessa forystu niður í aðeins eitt stig í síðari hálfleik en lengra komst liðið ekki. Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers, Pau Gasol skoraði 25 stig, Derek Fisher 15 og Lamar Odom var með 13 stig og 16 fráköst. Peja Stojakovic var mðe 24 stig hjá gestunum, Tyson Chandler 18 og Jannero Pargo 17. Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 17 stoðsendingar. Houston vann góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport 101-90. Sigur heimamanna var nokkuð öruggur og var Tracy McGrady stigahæstur í jöfnu liði Houston með 22 stig en Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix. LeBron James skoraði 24 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhluta en það dugði Cleveland ekki þegar liðið tapaði fyrir Chicago 100-95. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando tapaði óvænt heima vyrir Minnesota 102-101. Hedo Turkoglu skoraði 23 fyrir Orlando en Randy Foye 25 fyrir Minnesota. Indiana hélt í vonina um sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia á útivelli. Danny Granger skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana en Andre MIller var með 23 fyrir Philadelphia. Toronto burstaði New Jersey 113-85. Carlos Delfino skoraði 24 stig fyrir toronto en Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey. Boston lagði Milwaukee örugglega heima 102-86. Rajon Rondo skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Boston en Michael Redd var með 18 stig hjá Milwaukee. Memphis lagði Miami á útivelli 96-91 og tryggði Miami sér lélegasta árangur ársins með tapinu - hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur. Atlanta er nú hársbreidd frá því að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir sigur á New York á útivelli 116-104. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta en Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir New York. San Antonio vann auðveldan sigur á Seattle 95-74 en missti reyndar Manu Ginobili af velli í nótt eftir að hann meiddist á nára. Tony Parker skoraði 20 stig fyrir meistarana en Kevin Durant 20 fyrir Seattle. Loks vann Sacramento sannfærandi sigur á Portland 103-86 þar sem John Salmons skoraði 18 stig fyrir Sacramento en LaMarcus Aldridge var með 24 stig og 15 fráköst hjá Portland. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira