Hagnaður Société Générale dregst verulega saman 3. nóvember 2008 09:51 Jerome Kerviel, verðbréfamiðlarinn fyrrverandi, á leið í dómssal um miðjan síðasta mánuð. Mynd/AFP Hagnaður franska risabankans Société Générale nam 183 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 84 prósenta samdráttur á milli ára. Tekjur bankans námu 183 milljónum evra, jafnvirði 28,2 milljörðum króna, á fjórðungnum. Á sama tíma í fyrra nam afkoman hins vegar 1,12 milljörðum evra. Þetta er talsvert undir væntingum enda meðalspá greinenda hljóðaði upp á 581 milljón evra. Mestu munar um afskriftir í fjárfestingahluta og eignastýringu Société Générale. Afskriftir námu 1,4 milljörðum evra á fjórðungnum. Þar af nema afskriftir tengdar gjaldþroti bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brotherse 447 milljónum evra. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Frederic Oudea, nýráðnum forstjóra Société Générale, að bankinn hafi ekki viljað taka upp nýjar uppgjörsreglur sem hefði getað falið afskriftirnar með svipuðum hætti og Deutsche Bank gerði. Í kjölfar þess að Deutsche Bank breytti reglunum sýndi hann óvænt hagnað í stað taps. Afskriftir Société Générale frá byrjun síðasta árs hljóða upp á 6,36 milljarða evra, jafnvirði tæpra eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Æðstu stjórnendum Société Générale var skipt út í sumar og í haust eftir að upp komst um glæfralegar fjárfestingar verðbréfamiðlarans Jerome Kerviel í vor, sem er sakaður um að hafa farið langt út fyrir heimildir sínar í fjárfestingum og tapað tæplega 560 milljörðum íslenskra króna úr bókum bankans. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagnaður franska risabankans Société Générale nam 183 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 84 prósenta samdráttur á milli ára. Tekjur bankans námu 183 milljónum evra, jafnvirði 28,2 milljörðum króna, á fjórðungnum. Á sama tíma í fyrra nam afkoman hins vegar 1,12 milljörðum evra. Þetta er talsvert undir væntingum enda meðalspá greinenda hljóðaði upp á 581 milljón evra. Mestu munar um afskriftir í fjárfestingahluta og eignastýringu Société Générale. Afskriftir námu 1,4 milljörðum evra á fjórðungnum. Þar af nema afskriftir tengdar gjaldþroti bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brotherse 447 milljónum evra. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Frederic Oudea, nýráðnum forstjóra Société Générale, að bankinn hafi ekki viljað taka upp nýjar uppgjörsreglur sem hefði getað falið afskriftirnar með svipuðum hætti og Deutsche Bank gerði. Í kjölfar þess að Deutsche Bank breytti reglunum sýndi hann óvænt hagnað í stað taps. Afskriftir Société Générale frá byrjun síðasta árs hljóða upp á 6,36 milljarða evra, jafnvirði tæpra eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Æðstu stjórnendum Société Générale var skipt út í sumar og í haust eftir að upp komst um glæfralegar fjárfestingar verðbréfamiðlarans Jerome Kerviel í vor, sem er sakaður um að hafa farið langt út fyrir heimildir sínar í fjárfestingum og tapað tæplega 560 milljörðum íslenskra króna úr bókum bankans.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira