Flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags Bandaríkjanna, tapaði 69 milljónum dala, jafnvirði 4,5 milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs.
Stjórnendur AMR segja hátt eldsneytisverð og truflun á flugi vegna veðurs vestanhafs helstu ástæður tapsins, sem nemur 28 sentum á hlut samanborið við 7 senta hagnað á sama tíma í hitteðfyrra. Inni í afkomutölum fyrirtækisins er einskiptishagnaður upp á 115 milljónir dala vegna sölu á einu af dótturfélögum fyrirtækisins. Afkoman er sögð í takt við spár greinenda.
Þrátt fyrir skellinn nemur hagnaður AMR 504 milljónum dala á árinu, sem er 118 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn nemur 1,78 dölum á hlut samanborið við 99 sent á hlut ári fyrr.
FL Group var um tíma einn af stærstu hluthöfum í AMR með 9,3 prósenta hlut. - jab