Hlutabréf hækkað vestanhafs 28. maí 2008 20:35 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs. Fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með nokkrum samdrætti. Raunin varð hins vegar sú að eftirspurnin dróst saman um aðeins hálft prósent, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag. Á meðal varanlegra neysluvara eru flugvélar, vélar hvers konar, bílar, ísskápar og tölvur, svo fátt eitt sé nefnt. Á móti talsverðum samdrætti í öðrum liðum jókst eftirspurn eftir raftækjum og heimilistækjum um heil 27,8 prósent. Aukningin hefur aldrei verið jafn mikil á milli mánaða. Að sögn fréttaveitu Associated Press hafa fjárfestar áfram áhyggjur af þróun olíuverðs. Verðið hækkaði lítillega í dag, endaði í 130 dölum á tunnu, eftir þriggja dala lækkun í gær. Hærra verð getur aukið líkurnar á því að neytendur haldi að sér höndum til að hafa efni á því að keyra bíla sína í sumar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs. Fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með nokkrum samdrætti. Raunin varð hins vegar sú að eftirspurnin dróst saman um aðeins hálft prósent, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag. Á meðal varanlegra neysluvara eru flugvélar, vélar hvers konar, bílar, ísskápar og tölvur, svo fátt eitt sé nefnt. Á móti talsverðum samdrætti í öðrum liðum jókst eftirspurn eftir raftækjum og heimilistækjum um heil 27,8 prósent. Aukningin hefur aldrei verið jafn mikil á milli mánaða. Að sögn fréttaveitu Associated Press hafa fjárfestar áfram áhyggjur af þróun olíuverðs. Verðið hækkaði lítillega í dag, endaði í 130 dölum á tunnu, eftir þriggja dala lækkun í gær. Hærra verð getur aukið líkurnar á því að neytendur haldi að sér höndum til að hafa efni á því að keyra bíla sína í sumar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira