Viðskipti erlent

Nyhedsavisen á markað á næsta ári

Þórdís Sigurðardóttir
Þórdís Sigurðardóttir

„Jú, það er rétt að það er stefnt að því að skrá Nyhedsavisen á markað á næsta ári," segir Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, um frétt danska blaðsins Berlingske Tidende þess efnis að Nyhedsavisen sé hugsanlega á leið á markað.

Danska blaðið greinir frá því að Morten Lund, sem á nú um 51% í félaginu, hafi fundið nýja fjárfesta sem gerir það að verkum að fjármögnun blaðsins er tryggð á næstunni. Þórdís segir það vera mikinn sigur fyrir þá aðila sem koma að blaðinu að tekist hafi að finna aðila til að leggja pening í blaðið á þessum tímum.

Stoðir lánuðu Nyhedsavisen um fjóra milljarða fyrir skömmu og sagðist Þórdís vongóð um að fá það lán greitt til baka um leið og félagið yrði skráð á markað. „Við höfum lagt um 450 milljónir danskar [7,6 milljarða íslenska króna á núverandi gengi] í félagið og erum bara nokkuð bjartsýn að fá það til baka," segir Þórdís.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×