Viðskipti erlent

Finnair segist ekki vera að kaupa Sterling

Finnair hefur nú bætst í hóp þeirra flugfélaga sem segjast ekki vera að kaupa Sterling. Það er því enn leyndarmál við hverja Sterling er að semja um kaupin.

Í frétt í Berlingske Tidende segir að áður hafi bæði SAS og Norwegian lýst því yfir að þau hefðu ekki áhuga á að kaupa Sterling. "Við fylgjumst með stöðunni í rólegheitum en við eigum ekki í viðræðum við Sterling," segir Christer Haglund fjölmiðlafulltrúi Finnair.

Claus Sonberg fjölmiðlafulltrúi SAS segir að þeir viti af því að Sterling sé til sölu. "En við höfum ekki fengið neinar meldingar frá Sterling né haft samband við þá að fyrrabragði," segir Sonberg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×