Bailey: Leikmenn skilja ástandið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2008 16:00 Damon Bailey, leikmaður Grindavíkur. Mynd/BB Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira