Bailey: Leikmenn skilja ástandið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2008 16:00 Damon Bailey, leikmaður Grindavíkur. Mynd/BB Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira
Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Hann segir að hann sjálfur og þeir leikmenn sem hann hefur rætt við hafi skilning á ástandinu og ástæðum þess að svo margir þeirra hafi misst vinnu sína hér á landi. „Staða þessara leikmanna er auðvitað erfið. Allir vilja þeir spila körfubolta en sjá nú fyrir sér að þurfa að fara aftur heim til að finna sér vinnu þar," sagði Bailey í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að sjálfur stæði honum þó nokkrir kostir til boða. „Ég hef byggt upp góð sambönd hér á Íslandi og hvað mig varðar finnst mér að hér standa fleiri tækifæri til boða en ef ég færi aftur til Bandaríkjanna." „Ég hef einnig fengið nokkur boð um að spila annars staðar í Evrópu. Umboðsmaður á Spáni hafði samband við mig og spurði mig hvort að þetta væri í alvörunni að gerast hér á Íslandi. Að öll þessi lið væru að segja upp sínum erlendum leikmönnum." „Ég fékk svo nokkur boð um að spila með liðum í Evrópu og nú síðast í morgun." Hann segir þó að það gæti verið erfitt fyrir aðra leikmenn sem eru í sömu stöðu að finna sér lið í Evrópu. „Tímabilið er rétt nýbyrjað og langflest lið búin að fá sér Bandaríkjamann. Mér finnst því líklegast að flestir muni reyna að fara til síns heima og finna sér vinnu fram að jólum og sjá svo til hvaða kostir standa þeim til boða þá." „Þess vegna kom mér á óvart að tilboðið sem ég fékk í morgun var að spila sem Bandaríkjamaður enda er ég ekki kominn með evrópskt vegabréf." Hann segir að sú staðreynd að hann sé búinn að vera hér á landi í fimm ár hafi líka áhrif á sína ákvörðunatökun. „Ég hef áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari og þarf því vel að íhuga hvaða lausn er best fyrir mig. Ég veit ekki hvaða áhrif það hefur ef ég fer utan í eitt ár og kem svo aftur. Hvort að það hafi áhrif á mína stöðu gagnvart ríkisborgarréttinum. Ég er þó nokkuð viss um að það muni ekki hjálpa mér. Ég þarf bara að vera rólegur og íhuga mína valkosti." „Það eru þó allir þeir sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að ástandið er erfitt. Allir hafa þeir þó skilning á ástandinu og ástæðunum fyrir því að félögin þurftu að grípa til þessara aðgerða. Það má samt ekki gleyma því að ástandið er slæmt í öllum heiminum, ekki bara á Íslandi." „Sjálfur er ég ekki reiður neinum, nema kannski heim þeim gráðugu einstaklingum í sem bera sína ábyrgð á því að svona sé komið fyrir Íslandi í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira