Viðskipti erlent

Búist við að Bernanke lækki vexti frekar

Ben Bernanke seðlabankastjóri.
Ben Bernanke seðlabankastjóri. Mynd/ AP
Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna ýjaði að því í dag að Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti enn frekar til þess að draga úr ótta við aukinn samdrátt í efnahagslífinu. Í skýrslu sem hann flutti þinginu sagði Bernanke að Seðlabankinn myndi halda áfram að grípa til ráðstafana til að styðja við vöxt í efnahagslífinu. Greinendur á markaði sögðu að orð hans ykju líkur á því að Seðlabankinn lækkaði vexti sína þann 18 mars næstkomandi. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 3% og lækkuðu þeir töluvert í janúarmánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×