Strauss-Kahn braut ekki af sér en sýndi af sér dómgreindarskort 26. október 2008 16:29 Dominique Strauss-Kahn. Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sýndi af sér alvarlegan dómgreindarskort með því að eiga í ástarsambandi við undirmann sinn hjá stofnuninni. Hins vegar misbeitti hann ekki valdi sínu til þess að tryggja ástkonunni betri starfslokasamning en öðrum þegar hún hætti hjá sjóðnum fyrr á árinu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem ráðist var í eftir að ásakanir á hendur Strauss-Kahn þessa efnis voru settar fram. Strauss-Kahn átti í skammvinnu sambandi Pirosku Nagy, sem vann hjá Afríkudeild sjóðsins, fyrr á þessu ári. Þegar hún hætti svo í kjölfarið hjá sjóðnum vöknuðu grundsemdir um aðkomu forstjórans að því. Óháð lögfræðifyrirtæki hefur nú komist að því að Strauss-Kahn hafi ekki misnotað aðstöðu sína til að knýja Nagy til að hætta eða tryggt henni sérstakan starfslokasamning. Hann er hins vegar sagður hafa gerst sekur um alvarlegan dómgreindarskort með því að hafa átt í sambandinu. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hittist í gær til að fjalla um málið og komst að því að með niðurstöðu lögfræðifyrirtækisins væri málinu lokið og því gæti Straus-Kahn haldið áfram starfi sem forstjóri. Sjálfur sagðist Frakkinn í yfirlýsingu þakklátur fyrir að stjórn sjóðsins hefði staðfest að hann hefði ekki brotið af sér. Hann viðurkenndi hins vegar dómgreindarskortinn og baðst afsökunar á honum. Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sýndi af sér alvarlegan dómgreindarskort með því að eiga í ástarsambandi við undirmann sinn hjá stofnuninni. Hins vegar misbeitti hann ekki valdi sínu til þess að tryggja ástkonunni betri starfslokasamning en öðrum þegar hún hætti hjá sjóðnum fyrr á árinu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem ráðist var í eftir að ásakanir á hendur Strauss-Kahn þessa efnis voru settar fram. Strauss-Kahn átti í skammvinnu sambandi Pirosku Nagy, sem vann hjá Afríkudeild sjóðsins, fyrr á þessu ári. Þegar hún hætti svo í kjölfarið hjá sjóðnum vöknuðu grundsemdir um aðkomu forstjórans að því. Óháð lögfræðifyrirtæki hefur nú komist að því að Strauss-Kahn hafi ekki misnotað aðstöðu sína til að knýja Nagy til að hætta eða tryggt henni sérstakan starfslokasamning. Hann er hins vegar sagður hafa gerst sekur um alvarlegan dómgreindarskort með því að hafa átt í sambandinu. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hittist í gær til að fjalla um málið og komst að því að með niðurstöðu lögfræðifyrirtækisins væri málinu lokið og því gæti Straus-Kahn haldið áfram starfi sem forstjóri. Sjálfur sagðist Frakkinn í yfirlýsingu þakklátur fyrir að stjórn sjóðsins hefði staðfest að hann hefði ekki brotið af sér. Hann viðurkenndi hins vegar dómgreindarskortinn og baðst afsökunar á honum.
Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira