Erlent

Herinn sendur gegn ítölsku Mafíunni

Óli Tynes skrifar
Ítalskir her- og lögreglumenn verða sendir í Mafíu-byggðir.
Ítalskir her- og lögreglumenn verða sendir í Mafíu-byggðir.

Ítalska ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda 900 her- og lögreglumenn til Mafíu-byggða í suðurhluta landsins eftir að sex afrískir innflytjendur voru myrtir þar í síðustu viku.

Yfirvöld telja að Mafían hafi þar verið að sýna mátt sinn og megin í samkeppni við innflytjendur um eiturlyfjamarkaðinn. Morð'in voru framin í bæ skammt frá Napólí.

Sjónarvottar segja að sumir árásarmannanna hafi verið klæddir í skotheld lögregluvesti. Þeir hafi látið kúlnahríðina dynja á mönnunum sex og svo skotið upp í loftið til þess að fagna sigri, þegar þeir voru fallnir.

Eitthundrað og þrjátíu kúlum var skotið í fórnarlömbin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×