Erlent

Ráðherra sagði af sér eftir nærbuxnadans

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dómsmálaráðherra New South Wales í Ástralíu hefur sagt af sér aðeins þremur dögum eftir að hann var settur í embætti.

Þetta kom til af því að fegnir láku út af því þegar ráðherrann, Matt Brown, dansaði á nærbuxum einum fata í leðursófa á skrifstofu sinni í heilmiklum gleðskap sem hann hélt þar í sumar. Brown var reyndar félagsmálaráðherra þá. Á stuttum blaðamannafundi í gær sagðist Brown eingöngu vera mannlegur og hann hefði gert mistök sem hann tæki með þessum hætti fulla ábyrgð á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×