Erlent

Múslimar í fjöldagröf

Óli Tynes skrifar
Fjöldagröf við Srebrenica.
Fjöldagröf við Srebrenica.

Meinafræðingar segjast hafa fundið jarðneskar leifar 362 múslima sem voru myrtir í Srebrenica fjöldamorðunum í Bosníu árið 1995.

Þetta er tíunda fjöldagröfin sem finnst eftir ódæðisverkið. Þær eru allar á svæði í grennd við Srebrenica sem kallað er Dauðadalurinn. Um 8000 karlmenn og drengir voru myrtir þar þegar þeir reyndu að flýja heimabæ sinn.

Talið er að fleiri gjöldagrafir séu á þessum slóðum. Radovan Karadzic leiðtogi Bosníuserba er nú fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, meðal annars vegna þessa verknaðar.

Hann og yfirhershöfðingi hans Ratko Mladic eru taldir samábyrgir um þetta og mörg önnur ódæðisverk. Mladic er ennþá leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×