Viðskipti innlent

Glitnir tilnefndur til Sjálfbærniverðlauna FT

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
„Glitnir hefur verið tilnefndur til Sjálfbærniverðlauna Financial Times (e. Sustainable Awards) 2008 í flokknum Sjálfbæri samningur ársins (e. Sustainable Deal of the Year) fyrir þátttöku bankans í verkefni sem tengist þróun og rannsókna á jarðvarmasvæðinu Salton Sea í Kaliforníu.

Samningurinn endurspeglar sterka stöðu Glitnis á jarðhitamarkaði í Bandaríkjunum stærsti markaður fyrir jarðahita í heiminum. Samkvæmt samningnum veitir Glitnir fyrirtækinu Hudson Ranch I LLC 15 milljón dollara lán, en Hudson Ranch er dótturfélag CHAR LLC í Bandaríkjunum.

Hudson Ranch virkjunin verður um 50 MW jarðhitavirkjun og er fyrsta orkuvirkjunin á þessu svæði sem þróuð sl. 20 ár sem eingöngu byggir á beislun jarðhita.

Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum: Sjálfbæri banki ársins, Sjálfbæri banki ársins á nýmarkaði, Sjálfbæru bankastarfsmenn ársins, Sjálfbæri samningur ársins og Árangur í kolefnisfjármögnun,“ segir í tilkynningu frá Glitni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×