Viðskipti innlent

Róleg byrjun í kauphöllinni

Upphaf markaðarins í kauphöllinni í morgun var á rólegu nótunum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað lítillega eða um 0,24% og stendur í 5.279 stigum.

Mesta hækkun hefur orðið hjá Kaupþingi eða 0,7%, Össur hefur hækkað um 0,6% og SPRON um 0,4%.

Mesta lækkun hefur orðið hjá Teymi eða 6%, FL Group hefur lækkað um 0,9% og Eik banki um 0.9%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×