Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi 10. janúar 2008 12:07 Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, horfir til Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í dag. Mynd/AFP Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Mjög hefur verið þrýst á bankastjórnina að koma til móts við ótta manna um samdrátt í efnahagslífnu og lausafjárskort með lækkun vaxta þrátt fyrir verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir líkur á að niðurstaðan komi til með að valda nokkrum vonbrigðum, ekki síst í smásölugeiranum. Eins og fram hefur komið dró úr verslun í Bretlandi um jólin, mismikið þó, en forstjórar nokkurra verslanakeðja segja útlit fyrir að neytendur muni halda að sér höndum á næstunni. BBC hefur eftir markaðsaðilum, sem sögðu nokkrar líkur á stýrivaxtalækkun í dag, meiri líkur en meiri á lækkun vaxta á næsta fundi bankastjórnarinnar í næsta mánuði. Englandsbanki lækkaði stýrivextina síðast í jólamánuði nýliðins árs um 25 punkta og fóru þeir þá úr 5,75 prósentum í 5,5 prósent. Evrópski seðlabankinn birtir vaxtaákvörðun sína í dag. Ffjármálasérfræðingar spá því að niðurstaðan verði á sömu nótum og hjá Englandsbanka. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Mjög hefur verið þrýst á bankastjórnina að koma til móts við ótta manna um samdrátt í efnahagslífnu og lausafjárskort með lækkun vaxta þrátt fyrir verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir líkur á að niðurstaðan komi til með að valda nokkrum vonbrigðum, ekki síst í smásölugeiranum. Eins og fram hefur komið dró úr verslun í Bretlandi um jólin, mismikið þó, en forstjórar nokkurra verslanakeðja segja útlit fyrir að neytendur muni halda að sér höndum á næstunni. BBC hefur eftir markaðsaðilum, sem sögðu nokkrar líkur á stýrivaxtalækkun í dag, meiri líkur en meiri á lækkun vaxta á næsta fundi bankastjórnarinnar í næsta mánuði. Englandsbanki lækkaði stýrivextina síðast í jólamánuði nýliðins árs um 25 punkta og fóru þeir þá úr 5,75 prósentum í 5,5 prósent. Evrópski seðlabankinn birtir vaxtaákvörðun sína í dag. Ffjármálasérfræðingar spá því að niðurstaðan verði á sömu nótum og hjá Englandsbanka.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira