Viðskipti erlent

Goldman Sachs spáir kreppu í Bandaríkjunum í ár

Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs spáir því að kreppa skelli á í Bandaríkjunum á þessu ári og jafnframt að vextir lækki mikið.

Samkvæmt spá Goldman Sachs mun atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast úr 5% og í 6,5%. Jafnframt er spáð að stýrivextir verði lækkaðir úr 4,25% og niður í 2,5%.

Goldman Sachs gerir ráð fyrir að landsframleiðsla Bandaríkjanna aukist aðeins um 0,8%. Samhliða þessari spá mælir bankinn með því að fjárfestar kaupi í félögum sem starfi að heilbrigðis- og orkumálum og félögunum sem stundi dagvöruverslun. Hinsvegar er mælt með því að fjárfestar losi sig úr fjármálafyrirtækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×