Gróði í álinu 10. janúar 2008 09:08 Alain Belda, forstjóri bandaríska álrisans Alcoa. Mynd/AFP Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 632 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er 76 prósenta aukning á milli ára. Tekjur fyrirtækisins hafa aldrei verið meiri á einu ári þrátt fyrir lægra álverð undir lok árs. Líkt og fyrri ár var Alcoa fyrsta fyrirtækið til að skila inn uppgjöri sínu á bandarískum markaði í gær, að sögn fréttastofu Associated Press. Hagnaður á hlut nam 75 sentum á hlut á fjórða ársfjórðungi samanborið við 41 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Tekjur Alcoa námu 7,39 milljörðum dala á tímabilinu samanborið við 7,84 milljarða árið á undan. Heildarhagnaður ársins nam hins vegar 30,75 milljörðum dala sem er 370 milljónum dala meira en allt árið á undan. Afkoman er talsvert yfir spám markaðsaðila en þeir höfðu reiknað með því að hagnaðurinn myndi dragast saman og nema 33 sentum á hlut. Gengi hlutabréfa í Alcoa tóku stökkið eftir lokun markaða, hækkaði um 4,2 prósent og fór í 32,55 dali á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 632 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er 76 prósenta aukning á milli ára. Tekjur fyrirtækisins hafa aldrei verið meiri á einu ári þrátt fyrir lægra álverð undir lok árs. Líkt og fyrri ár var Alcoa fyrsta fyrirtækið til að skila inn uppgjöri sínu á bandarískum markaði í gær, að sögn fréttastofu Associated Press. Hagnaður á hlut nam 75 sentum á hlut á fjórða ársfjórðungi samanborið við 41 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Tekjur Alcoa námu 7,39 milljörðum dala á tímabilinu samanborið við 7,84 milljarða árið á undan. Heildarhagnaður ársins nam hins vegar 30,75 milljörðum dala sem er 370 milljónum dala meira en allt árið á undan. Afkoman er talsvert yfir spám markaðsaðila en þeir höfðu reiknað með því að hagnaðurinn myndi dragast saman og nema 33 sentum á hlut. Gengi hlutabréfa í Alcoa tóku stökkið eftir lokun markaða, hækkaði um 4,2 prósent og fór í 32,55 dali á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira