Viðskipti erlent

Rússar kaupa stærsta gullnámusvæðið í Armeníu

Verð á gulli hefur aldrei verið hærra í sögunni og það veldur því að fjölmargir leita nú að áhugaverðum gullnámusvæðum í heiminum. Rússar hafa fest kaup á stærsta gullnámusvæði í Armeníu stjórnvöldum þar til töluverðar hrellingar

Í bænum Ararat sem liggur suður af höfuðborginni Jerevan í Armeníu, hafa rússneskir fjárfestar keypt það sem talið er stærsta gullnámusvæðið í Kákasusfjöllunum. Þetta veldur stjórnvöldum í Armeníu töluverðum áhyggjum því þau telja að Rússar séu að ná alltof miklum tökum á efnahagslífi landsins.

Rússar hafa á undanförnum árum notað gífurlegan hagnað sinn af olíu- og gassölu til að kaupa upp eignir í lýðveldum þeim sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sálugu en hvergi er þessi stefna jafnaugljós og í Armeníu. Sem dæmi má nefna að í dag ráða Rússar yfir 80% af allri orkuvinnslu í landinu þar á meðal kjarnorkuverinu í Metsamor.

Hvað gullnámuvinnsluna liggur gjöfulasta náman við bæinn Zod við landamærin að Azerbæjdan í héraðinu Nogorno-Karaback. Þetta er mjög umdeilt svæði og í upphafi tíunda áratugarins háðu þessar tvær þjóðir mjpög blóðugt stríð um umráðréttinn yfir svæðinu. Og af og til blossa upp staðbundin átök þar. Rússar gætu því þurft að hafa töluvert fyrir því að stunda gullnámuvinnsluna og þessari nýju eign sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×