Viðskipti erlent

Neytendur óttast niðurskurð og uppsagnir

Ben Bernanke (t.h.) ásamt Alan Greenspan fyrrverandi seðlabankastjóra.
Ben Bernanke (t.h.) ásamt Alan Greenspan fyrrverandi seðlabankastjóra.

Sjálfstraust neytenda í Bandaríkjunum hefur ekki mælst minna í 16 ár. Ástæðan er aukin ótti um niðurskurð og uppsagnir á atvinnumarkaði, samkvæmt nýrri rannsókn Michigan háskólans í Bandaríkjunum.

Þessar niðurstöður er kynntar einungis degi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, varaði við því að slakna myndi á efnahagslífinu í Bandaríkjunum á þessu ári.

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti tvisvar í janúar til að stuðla að aukinni neyslu og efla efnahagslífið sem hefur verið á hraðri niðurleið eftir hrun á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Hagfræðingar í Bandaríkjunum virðast sammála um að framtíðarhorfur séu slæmar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×