Viðskipti innlent

Lækkun úttektarheimilda á kortum kemur fólki í opna skjöldu

Úttektarheimildir á kreditkortum hafa verið lækkaðar í mörgum tilvikum, sem hefur komið fólki í opna skjöldu.

Þannig hefur fréttastofunni borist dæmi um að fólk hafi verið búið að gera innkaup í góðri trú um óbreyttar heimildir, en kortunum hafi svo verið hafnað við kassana.

Skýringin er sú að viðskiptabankarnir voru ábyrgir fyrir úttektum, en með setningu neyðarlaganna fluttist ábyrgðin yfir á Seðlabankann.

Í framhaldi af því óskaði Seðlabankinn eftir því að heimildir yrðu lækkaðar. Korthafar eiga nú að geta séð stöðu sína á heimabönkum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×