Microsoft vill kaupa Yahoo 2. febrúar 2008 15:54 MYND/AP Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna. Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna.
Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira