Enski boltinn

Bannið hjá Taylor ekki lengt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin Taylor fær hér fylgd af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir tæklinguna frægu.
Martin Taylor fær hér fylgd af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir tæklinguna frægu.

Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að láta undan þrýstingi frá FIFA um að lengja bann Martin Taylor hjá Birmingham. Tæklingin hjá Taylor varð til þess að Eduardo hjá Arsenal fótbrotnaði mjög illa eins og frægt er.

Taylor fékk beint rautt spjald og var dæmdur í þriggja leikja bann. Marcel Mathier hjá aganefnd FIFA sagði að enska knattspyrnusambandið ætti ða lengja bannið hjá Taylor.

Talsmaður enska sambandsins segir að reglur þeirra séu á þann veg að gróf brot verðskuldi þriggja leikja bann. Aðeins sé hægt að lengja það ef um augljósan ásetning hafi verið að ræða.

Taylor er 28 ára og var í banni í leik Birmingham og Newcastle í gær. Hann mun í kvöld leika fyrir varalið Birmingham. Hann hefur sjálfur sagt að þetta hafi verið óviljaverk, tækling hans hafi aðeins verið illa tímasett.

Meiðslin hjá Eduardo eru þess eðlis að hann mun missa af Evrópumeistaramótinu í sumar en hann er lykilmaður í króatíska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×