Erlent

Bilun í öreindahraðli í Genf og hann ekki ræstur fyrr en í vor

Frá höfuðstöðvum CERN í Genf.
Frá höfuðstöðvum CERN í Genf. MYND/AP

 

Slökkt hefur verið á öreindahraðli CERN-stofnunarinnar í Genf eftir að bilun kom upp í honum aðeins nokkrum dögum eftir að hann var gangsettur. Bilunina, sem kom upp um helgina, má rekja til þess að seglar í hraðalnum hitnuðu of mikið sem olli því að eitt tonn af fljótandi helíumi lak út í hin 27 kílómetra löngu göng þangað sem öreindum var skotið.

Talsmenn CERN segja að nokkurn tíma taki að rannsaka málið og þar sem rannsóknarstofnunninni er jafnan lokað yfir hávetrartímann, meðal annars til þess að spara rafmagn, er ekki líklegt að kveikt verði aftur á hraðlinum fyrr en með vorinu.

Aðeins eru 13 dagar frá því að hraðallinn var ræstur en með því að skjóta öreindum inn í leiðslurnar á ljóshraða ætluðu vísindamenn að afla nýrra gagna um heiminn, meðal annars hvað hefði gerst á fyrstu sekúndunum eftir Miklahvell. Jafnframt var ætlunin að varpa ljósi á ýmsar spurningar eðlisfræðinnar. Tilraunin vakti mikla athygli enda höfðu efasemdarmenn látið að því liggja að jörðin myndi farast í tilrauninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×