Erlent

Sorgin hvílir yfir Kauhajoki

Lögregla á vettvangi tilræðisins fyrr í dag.
Lögregla á vettvangi tilræðisins fyrr í dag. MYND/AP

Fjöldi manns kom saman bæði á götum úti og í kirkju í Kauhajoki í kvöld til þess að minast þeirra sem féllu í skotárás ungs manns í iðnskóla í bænum í morgun.

Nokkur hundruð komu saman nærri skólanum, þar á meðal nemendur sem sluppu með skrekkinn þegar hinn 22 ára Matti Juhani Saari gekk berserksgang. Eins og fram hefur komið féllu tíu manns fyrir hendi hans og hann lést svo sjálfur á sjúkrahúsi eftir að hafa skotið sig.

Nærri 900 manns tóku þátt í messu í kirkjunni í Kauhajoki og þar hélst fólk í hendur. Sorgin hvílir yfir bænum. ,,Margir spyrja sig hvers vegna svona nokkuð gerist. Ég held að margir hafi ekki enn meðtekið það sem gerðist," segir presturinn Jouko Ala-Prinkkala við Huvudstadbladet.

Atvikið hefur vakið mikinn óhug í Finnlandi enda innan við ár frá því að sams konar árás var gerð í Jokela-skólanum í Tuusula þar sem átta létust áður en árásarmaðurinn svipti sig lífi. Matti Vanhanen, forsætisráðherra landsins, boðaði í dag að vopnalöggjöfin í landinu yrði endurskoðuð en Finnar eru meðal þeirra þjóða þar sem skotvopnaeign er hvað útbreiddust






Fleiri fréttir

Sjá meira


×