Erlent

Finnski byssumaðurinn látinn - Tíunda fórnarlambið einnig

Óli Tynes skrifar

Finnski nemandinn sem skaut fólk til bana í skóla sínum í dag er látinn af skotsári sem hann veitti sér sjálfur. Hann hét Matti Juhani Saari og var 22 ára gamall. Finnska ríkisútvarpið skýrði frá því fyrir stundu að hann hefði látist á sjúkrahúsi.

Níu manns létust á staðnum í skotárásinni og tíunda fórnarlambið lést á sjúkrahúsi nú eftir hádegið. Þá liggja tveir nemendur til viðbótar þungt haldnir á sjúkrahúsi.

Húsvörður skólans hefur skýrt frá því að hann hafi heyrt skothvelli og neyðaróp og séð nemendur flýja í skelfingu undan skotmanninum. Saari hafði nýlega fengið bráðabirgðaleyfi fyrir skammbyssu.

Vegna þess að hann hafði sett myndband af sér skjótandi inn á netið hafði lögreglan tal af honum í gær. Eftir það samtal þótti hins vegar ekki ástæða til þess að taka af honum byssuna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×