Erlent

Salmonellusýking í tómötum frá Mexíkó eða Flórída

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rúmlega 550 manns hafa veikst af salmonellu í 32 ríkjum Bandaríkjanna eftir að hafa borðað tómata sem að öllum líkindum eru ræktaðir í Mexíkó eða Flórída.

Bandaríska matvælaefirlitið vinnur nú hörðum höndum að því að einangra ræktunarstað tómatanna og eru neytendur hvattir til að borða ekki tómata frá þessum stöðum. Ekki þykir þó víst að sýkingin komi frá ræktunarstaðnum því einnig eru líkur á því að tómatarnir hafi sýkst við pökkun eða í geymslum vöruhúss. Rúmlega 50 af þeim sem veiktust hafa verið lagðir inn á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×