FBI rannsakar undirmálslánamarkaðinn 30. janúar 2008 09:29 Bandaríska fasteignalánafyrirtækið Countrywide er eitt þeirra sem hefur orðið illa úti í undirmálslánakreppunni. Mynd/AFP Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvaða fyrirtæki eru í skoðun að öðru leyti en því að þetta eru fasteignalánafyrirtæki og fjárfestingabankans. Grunur leikur á að fyrirtækin séu sek um bókhalds- og innherjasvik og einhver þeirra hafi stundað ábyrgðalausa útlánastefnu sem hafi komið harkalega niður á viðskiptavinum fyrirtækjanna. Áður hefur verið greint frá því að þau fyrirtæki sem verst hafa komið út úr undirmálskreppunni buðu lán gegn litlum ef engum veðum, litlum baktryggingum auk þess sem lántakar þurftu ekki að gera grein fyrir tekjum sínum. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir að 1.200 tilvik um svik hafi uppgötvast í tengslum við fasteignalánafyrirtækin á síðasta ári sem er þrisvar sinnum meira en árið á undan. Risabankarnir UBS, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Stearns eru á meðal þeirra sem fjármálaeftirlitið er með til skoðunar, að sögn fréttastofu Reuters. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvaða fyrirtæki eru í skoðun að öðru leyti en því að þetta eru fasteignalánafyrirtæki og fjárfestingabankans. Grunur leikur á að fyrirtækin séu sek um bókhalds- og innherjasvik og einhver þeirra hafi stundað ábyrgðalausa útlánastefnu sem hafi komið harkalega niður á viðskiptavinum fyrirtækjanna. Áður hefur verið greint frá því að þau fyrirtæki sem verst hafa komið út úr undirmálskreppunni buðu lán gegn litlum ef engum veðum, litlum baktryggingum auk þess sem lántakar þurftu ekki að gera grein fyrir tekjum sínum. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir að 1.200 tilvik um svik hafi uppgötvast í tengslum við fasteignalánafyrirtækin á síðasta ári sem er þrisvar sinnum meira en árið á undan. Risabankarnir UBS, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Stearns eru á meðal þeirra sem fjármálaeftirlitið er með til skoðunar, að sögn fréttastofu Reuters.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira