Viðskipti erlent

Engar breytingar á Nyhedsavisen þrátt fyrir sölu

Viðskiptablaðið Börsen fjallar í dag um breytingarnar hjá Baugi Group óg þá sérstaklega um söluna á Nyhedsavisen. Þar kemur fram að engar breytingar verði á Nyhedsvisen þrátt fyrir söluna.

"Þetta kemur ekki til með að breyta neinu fyrir Nyhedsavisen," segir Morten Nissen Nielsen forstjóri útgáfunnar í samtali við Börsen.

Í sama streng tekur Svenn Dam stjórnarformaður. Hann segir að menn taki þessu með ró. Greinilegt sé að Baugur Group sé í tiltekt hjá sér og endurskipulagningu. Hvað slíkt þýði fyrir blaðið viti menn ekki enn en ekki sé von á neinum stórbreytingum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×