Viðskipti erlent

Stjórn Moss Bros klofin í afstöðunni til Baugs

Fram kemur í breskum dagblöðum í Bretlandi í morgun að stjórn herrafatakeðjunnur Moss Bros er klofin í afstöðu sinni til Baugs Group. Tvær fjölskyldur sem teljast til afkomenda stofnenda Moss Bros telja að Baugur sé að reyna að kaupa félagið á alltof ódýru verði.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Baugur gert 40 milljón punda kauptilboð í Moss Bros eða sem svarar til rúmlega 5 milljarða króna.

David Moss afkomandi Moses Moses stofnanda Moss Bros segir í samtali við The Times í morgun að viðræður hefðu verið hafnar til að finna annan forstjóra fyrir keðjuna, forstjóra sem hugsaði betur um hag hluthafa. "Fjölskyldan telur að verðið sem í boði er sé alltof lágt," segir David.

Og í Independent er rætt við Mark Bernstein stjórnarmann í Moss Bros sem er giftur inn í Moss-fjölskylduna. Mark segir m.a. að fjölskyldan sé alfarið á móti kaupum Baugs á fyrirtækinu þar sem verðið sé of lágt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×