Innlent

Gæsluvarðhalds krafist yfir þremur af fimm

Lögreglan á Selfossi gerði í gærkvöldi kröfu til þess að þrír af þeim fimm, sem handteknir voru í húsi í Þorlákshöfn í fyrrinótt vegna grófrar líkamsárásar, verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir voru allir leiddir fyrir dómara í gærkvöldi og verður jafnvel krafist úrskurðar yfir hinum tveimur líka. Dómari tekur væntanlega ákvörðun í dag.

Fórnarlambið var stungið og skorið með lagvopni en áverkarnir voru ekki lífshættulegir. Hinsvegar er talið að þolandinn hafi verið í bráðri hættu á meðan á átökunum stóð, því hæglega hefði getað farið verr. Yfirheryslur stóðu fram á nótt, en engin játning liggur fyrir. Fólkið er allt pólskt og er í fastri vinnu hér á lndi, eftir því sem best er vitað.

Vaskir lögreglumenn komu tveimur innbrotsþjófum gersamlega í opna skjöldu í nótt, þegar lögreglumennirnir birtust rétt eftir að þjófarnir höfðu brotist inn í fyrirtæki við Ármúla og voru ekki einu skinni byrjaðir að viða að sér þýfi.

Starfsmaður í fyrirtækinu varð mannanna var og hringdi á lögreglu. Svo vel vildi til að lögreglubíll var á ferð hinum megin við húshornið og því stutt að fara. Mennirnir, sem báðir eru þekktir að innbrotum, gista nú fangageymslur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×