Erlent

Farsímafríðindi tekin af þingmanni

Óli Tynes skrifar
Saera Khan; dálítið málgefin.
Saera Khan; dálítið málgefin.

Forseti norska þingsins hefur tilkynnt þingmanni Verkamannaflokksins að þingið muni ekki lengur greiða farsímareikninga hennar.

Meðal símreikningar þingmanna voru á síðasta ári um 340 þúsund krónur.

Saera Khan fór þar langt yfir að sögn þingforsetans Þorbjörns Jaglands. Svo langt yfir að hann ákvað að hætt yrði að greiða reikninga hennar.

Hvorki Jagland né þingmaðurinn vilja upplýsa hversu háir símreikningar hennar voru. Saera Khan sagði að hún vissi að símreikningar hennar hafi verið háir.

Ástæðan væri sú að hún hringdi mikið í fjölskyldu sína í útlöndum. Saera Khan er ættuð frá Bangladesh.

Á Íslandi er sá háttur hafður á að Alþingi greiðir það sem kallað er eðlilegur kostnaður við síma og heimili, svo og af farsíma.

Ekki mun hafa komið til þess að þingmaður væri settur í bann vegna himinhárra reikninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×