Íslensku bankastjórarnir komu til greina sem þeir verstu 3. desember 2008 13:26 Bankastjórar gömlu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, þóttu koma vel til greina í umfjöllun Newsweek tímaritsins um versta bankastjóra allra tíma. Þeir hafa jú afrekað það að koma heilli þjóð í gjaldþrot, segir í tímaritinu, en þar sem Íslendingar eru ekki nema 300.000 talsins sleppa þeir við tilnefninguna sem verstu bankastjórar heimsins. Newsweek segir í grein sem skrifuð er af Daniel Gross undir fyrirsögninni "Versti bankastjóri í heimi?" að mikið framboð sé til af mönnum í þessa stöðu. Richard Fuld hjá Lehman Brothers og James Cayne hjá Bear Stearns voru heitir en sleppa þar sem báðir bankarnir voru í raun vogunarsjóðir sem límdir höfðu verið utan á fjárfestingabanka. Einn viðmælandi blaðsins vildi útnefna þríeykið sem keyrði Citigroup nær í þrot, Sandy Weill, Chuck Prince og Vikram Pandit. En þegar upp er staðið á einn maður öðrum fremur skilið titilinn versti bankastjóri heimsins og það er Fred Goodwin fyrrum forstjóri Royal Bank of Scotland (RBS). Fred er að vísu góðkunningi fyrrum bankastjóra Kaupþings þar sem RBS var helsti viðskiptabanki Kaupþings í Bretlandi. Fred Goodwin, oft auknefndur Fred the Shred, fyrir áhuga sinn á að draga úr kostnaði og segja upp starfsfólki gerði eiginlega allar vitleysur sem hægt var að gera í liðinni fjármálabólu. Hann keypti og sameinaði í stórum stíl og kallaði það vöxt. Stærsti bitinn sem hann reyndi að gleypa var hollenski bankinn ABN Amro í 101 milljarða dollara kaupum undir lok ársins í fyrra, rétt um það bil sem bólan sprakk. Farið er yfir mörg önnur mistök Goodwin í greininni í Newsweek sem endar með því að greina frá að í lokin nú í haust var öllu ruglinu steypt yfir á herðar skattgreiðenda í Bretlandi þegar stjórnvöld þar neyddust til að þjóðnýta RBS til að forða honum frá falli. Lokareikningurinn sem almenningur á Bretlandi borgaði fyrir bankastjórn Fred the Sherd hljóðar upp á 20 milljarða punda, eða 4.000 milljarða kr.. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjórar gömlu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, þóttu koma vel til greina í umfjöllun Newsweek tímaritsins um versta bankastjóra allra tíma. Þeir hafa jú afrekað það að koma heilli þjóð í gjaldþrot, segir í tímaritinu, en þar sem Íslendingar eru ekki nema 300.000 talsins sleppa þeir við tilnefninguna sem verstu bankastjórar heimsins. Newsweek segir í grein sem skrifuð er af Daniel Gross undir fyrirsögninni "Versti bankastjóri í heimi?" að mikið framboð sé til af mönnum í þessa stöðu. Richard Fuld hjá Lehman Brothers og James Cayne hjá Bear Stearns voru heitir en sleppa þar sem báðir bankarnir voru í raun vogunarsjóðir sem límdir höfðu verið utan á fjárfestingabanka. Einn viðmælandi blaðsins vildi útnefna þríeykið sem keyrði Citigroup nær í þrot, Sandy Weill, Chuck Prince og Vikram Pandit. En þegar upp er staðið á einn maður öðrum fremur skilið titilinn versti bankastjóri heimsins og það er Fred Goodwin fyrrum forstjóri Royal Bank of Scotland (RBS). Fred er að vísu góðkunningi fyrrum bankastjóra Kaupþings þar sem RBS var helsti viðskiptabanki Kaupþings í Bretlandi. Fred Goodwin, oft auknefndur Fred the Shred, fyrir áhuga sinn á að draga úr kostnaði og segja upp starfsfólki gerði eiginlega allar vitleysur sem hægt var að gera í liðinni fjármálabólu. Hann keypti og sameinaði í stórum stíl og kallaði það vöxt. Stærsti bitinn sem hann reyndi að gleypa var hollenski bankinn ABN Amro í 101 milljarða dollara kaupum undir lok ársins í fyrra, rétt um það bil sem bólan sprakk. Farið er yfir mörg önnur mistök Goodwin í greininni í Newsweek sem endar með því að greina frá að í lokin nú í haust var öllu ruglinu steypt yfir á herðar skattgreiðenda í Bretlandi þegar stjórnvöld þar neyddust til að þjóðnýta RBS til að forða honum frá falli. Lokareikningurinn sem almenningur á Bretlandi borgaði fyrir bankastjórn Fred the Sherd hljóðar upp á 20 milljarða punda, eða 4.000 milljarða kr..
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf