Viðskipti erlent

Finnair með gott uppgjör

Finnska flugfélagið Finnair birti í morgun tölur um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi. Tekjur félagsins á fjórðungnum reyndust aðeins hærri en greiningaraðilar höfðu búist við. FL Group er næst stærsti hluthafinn.

Greining Glitnis fjallar um uppgjörið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hagnaður fyrir skatta væri umfram væntingar vegna jákvæðra fjármagnsliða. Hann nam 28,8 milljónum evra eða tæpum 3 milljörðum kr. en meðalspá gerði ráð fyrir hagnaði upp á 22 milljón evra.

FL Group er enn næst stærsti hluthafinn í Finnair þrátt fyrir að hafa selt út tæplega 12% hlut í í desember. Enn á FL Group 12,7% í flugfélaginu finnska. Finnair gaf ekki upp tölulegar áætlanir um vöxt á þessu ári, en sagði þó að umsvif í Asíu myndu aukast um 20% og að kólnun alþjóðahagkerfisins myndi ekki draga eins mikið úr flugumferð á milli Asíu og Evrópu og á öðrum leiðum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×