Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í 101 dollara

Heimsmarkaðsverð úr olíu hefur lækkað í dag í 101 dollara tunnan en það var tæplega 107 dollarar á föstudag. Lækkunin er tilkomin vegna þess að fjárfestar óttast nú kreppu og að björgunaraðgerð Bandaríkjastjórnar upp á 700 milljarða dollara muni ekki leysa vandann.

Sérfræðingar segja að minnkandi eftirspurn eftir olíu og útlit fyrir að eftirspurnin mun enn minnka hafi þau áhrif að verð á olíu til afhendingar í nóvember falli nú á mörkuðum bæði vestanhafs og austan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×