Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu í Asíu í morgun

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í morgun, eftir einn besta dag á mörkuðum þar í manna minnum í gær.

Lækkunin skýrist af áhyggjum manna um afkomu fyrirtækja á þriðja ársfjórðungi. Nikkei-vístalan í Japan lækkaði um rúmlega eitt prósent og Hang Seng vístialan í Hong Kong um rúm tvö prósent.

Allar vísitölur í álfunni lækkuðu í morgun að undanskildum markaðinum í Víetnam.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×