Skammgóður vermir á bandarískum mörkuðum 15. október 2008 21:14 MYND/Reuters Hún var ekki langvinn gleðin á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í kjölfar aðgerða Bandaríkjastjórnar til bjargar þarlendum bönkum. Mikið verðfall varð á hlutabréfum í dag og lækkaði Dow Jones vísitalan um 7,87 prósent og er nú 8.577stig. Í punktum talið reyndist fallið hið mesta í sögunni, eða 733, og vantar aðeins um 125 punkta til þess að vísitalan endi á sama stað og fyrir helgi áður en tilkynnt var um aðgerðirnar. Þá féll Standard og Poor´s vísitalan um níu prósent og Nasdaq um 8,5.Ástæðan fyrir þessu falli er ótti. Ótti við að aðgerðir stjórnvalda hafi ekki nægt. Þá bárust einnig fregnir af minnkandi neyslu í Bandaríkjunum í september og reyndist þar um hærri tölur að ræða en búist hafði verið við. Þá varaði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, við því að hinn mikil óróleiki á lánamörkuðum ógnaði bandarísku efnahagslífi sem heild. Það væri ekki nóg að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum heldur þyrfti húsnæðislánamarkaðurinn einnig að jafna sig en núverandi kreppa er rakinn til falls á þeim markaði í fyrra. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hún var ekki langvinn gleðin á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í kjölfar aðgerða Bandaríkjastjórnar til bjargar þarlendum bönkum. Mikið verðfall varð á hlutabréfum í dag og lækkaði Dow Jones vísitalan um 7,87 prósent og er nú 8.577stig. Í punktum talið reyndist fallið hið mesta í sögunni, eða 733, og vantar aðeins um 125 punkta til þess að vísitalan endi á sama stað og fyrir helgi áður en tilkynnt var um aðgerðirnar. Þá féll Standard og Poor´s vísitalan um níu prósent og Nasdaq um 8,5.Ástæðan fyrir þessu falli er ótti. Ótti við að aðgerðir stjórnvalda hafi ekki nægt. Þá bárust einnig fregnir af minnkandi neyslu í Bandaríkjunum í september og reyndist þar um hærri tölur að ræða en búist hafði verið við. Þá varaði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, við því að hinn mikil óróleiki á lánamörkuðum ógnaði bandarísku efnahagslífi sem heild. Það væri ekki nóg að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum heldur þyrfti húsnæðislánamarkaðurinn einnig að jafna sig en núverandi kreppa er rakinn til falls á þeim markaði í fyrra.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira