Stefnir í mikla hækkun vestanhafs 8. september 2008 13:18 Í einu af útibúum bandaríska bankans Washington Mutual. Mynd/AFP Allt stefnir í mikla hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði við upphafi viðskiptadagsins. Skýringin liggur í mikilli bjartsýni fjárfesta beggja vegna Atlantsála á yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Stemningin hefur snúið við þróuninni á skuldabréfamarkaði síðustu daga en verð þeirra hefur lækkað þar sem fjárfestar sjá nú meiri hagnaðarvon í viðsnúningi á hlutabréfamarkaði en með kaupum á skuldabréfum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Bjartsýni fjárfesta felst ekki síst í því að með yfirtöku ríkisins er reiknað með að vextir fasteignalána geti tekið að lækka og muni það auka einkaneyslu í Bandaríkjunum. Heldur hefur dregið úr hagvexti upp á síðkastið vegna samdráttar í einkaneyslu. Hagkerfið er að stærstum hluta neysluknúið og megi því reikna með að hagvöxtur taki að aukast í kjölfarið. Ekki liggur enn fyrir hvort yfirtakan muni gera mikið gagn fyrir þá fasteignalántaka, sem þegar hafa lent í vanskilum með greiðslur. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú hækkað um 2,34 prósent í framvirkum samningum og Nasdaq-vísitalan um rúm þrjú prósent. Þetta er svipuð hækkun og á meginlandi Evrópu í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur rokið upp beggja vegna Atlantsála í dag. Sem dæmi hafði gengi bréfa í bandaríska bankanum Washington Mutual rokið upp um tæp 20 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Allt stefnir í mikla hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði við upphafi viðskiptadagsins. Skýringin liggur í mikilli bjartsýni fjárfesta beggja vegna Atlantsála á yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Stemningin hefur snúið við þróuninni á skuldabréfamarkaði síðustu daga en verð þeirra hefur lækkað þar sem fjárfestar sjá nú meiri hagnaðarvon í viðsnúningi á hlutabréfamarkaði en með kaupum á skuldabréfum, líkt og Associated Press-fréttastofan bendir á. Bjartsýni fjárfesta felst ekki síst í því að með yfirtöku ríkisins er reiknað með að vextir fasteignalána geti tekið að lækka og muni það auka einkaneyslu í Bandaríkjunum. Heldur hefur dregið úr hagvexti upp á síðkastið vegna samdráttar í einkaneyslu. Hagkerfið er að stærstum hluta neysluknúið og megi því reikna með að hagvöxtur taki að aukast í kjölfarið. Ekki liggur enn fyrir hvort yfirtakan muni gera mikið gagn fyrir þá fasteignalántaka, sem þegar hafa lent í vanskilum með greiðslur. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú hækkað um 2,34 prósent í framvirkum samningum og Nasdaq-vísitalan um rúm þrjú prósent. Þetta er svipuð hækkun og á meginlandi Evrópu í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur rokið upp beggja vegna Atlantsála í dag. Sem dæmi hafði gengi bréfa í bandaríska bankanum Washington Mutual rokið upp um tæp 20 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira