DeCode fellur eftir flug 24. júní 2008 21:13 Kári Stefánsson, forstjóri DeCode. Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um rúm 5,3 prósent og fór í 0,89 dali á hlut á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Bréfin hækkuðu um tólf prósent í gær. Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í verði. Svartsýni í skugga hás olíuverðs setti mark sitt á daginn á bandarískum hlutabréfamarkaði.Líkt og greiningardeild Kaupþings benti á í dag var svartsýni neytenda vestanhafs í raun meiri en reiknað hafði verið með. Væntingarnar eru nú í algjöru lágmarki vegna aðstæðna í efnahagslífinu.Væntingarvísitalan mældist 50,4 stig en reiknað hafði verið með að hún færi í 56,5 stig.Miklu munar um að bandarísk stórfyrirtæki segja nú að aðstæður í efnahagslífinu, ekki síst verðlagning á hráolíu og lágt gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum, muni setja strik í afkomutölur fyrirtækjanna. Verðið hækkaði frekar í dag og fór í rúma 137 dali á tunnu.Stýrivaxtadagur er vestanhafs á morgun og reikna flestir fjármálasérfræðingar með því að bandaríski seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Almennt var talið áður að vextirnir gætu farið allt niður í eitt prósent. Sú ályktun var fyrir bí fyrir nokkru enda taldar líkur á að bankinn þoki vöxtunum upp á við með haustinu.Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,29 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkaði um 0,73 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um rúm 5,3 prósent og fór í 0,89 dali á hlut á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Bréfin hækkuðu um tólf prósent í gær. Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í verði. Svartsýni í skugga hás olíuverðs setti mark sitt á daginn á bandarískum hlutabréfamarkaði.Líkt og greiningardeild Kaupþings benti á í dag var svartsýni neytenda vestanhafs í raun meiri en reiknað hafði verið með. Væntingarnar eru nú í algjöru lágmarki vegna aðstæðna í efnahagslífinu.Væntingarvísitalan mældist 50,4 stig en reiknað hafði verið með að hún færi í 56,5 stig.Miklu munar um að bandarísk stórfyrirtæki segja nú að aðstæður í efnahagslífinu, ekki síst verðlagning á hráolíu og lágt gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum, muni setja strik í afkomutölur fyrirtækjanna. Verðið hækkaði frekar í dag og fór í rúma 137 dali á tunnu.Stýrivaxtadagur er vestanhafs á morgun og reikna flestir fjármálasérfræðingar með því að bandaríski seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Almennt var talið áður að vextirnir gætu farið allt niður í eitt prósent. Sú ályktun var fyrir bí fyrir nokkru enda taldar líkur á að bankinn þoki vöxtunum upp á við með haustinu.Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,29 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkaði um 0,73 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira