Skip Atlantic Petroleum fær vopnaða vernd á Aden-flóanum 15. desember 2008 13:21 Atlantic Petroleum hefur fengið afhent olíuframleiðslu-og geymsluskipið Aoka Mizu frá skipasmíðastöð í Singapore. Ætlunin er að flytja það frá Singapore til Rotterdam á næstunni. Leið skipsins mun liggja um Aden-flóann og segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic að á þeirri leið muni skipið fá vopnaða vernd. Eins og kunnugt er af fréttum hafa sjóræningjar herjað á Aden-flóanum og næsta nágrenni af miklum krafti í ár. Aoka Mizu er á stærð við meðalstórt olíuflutningaskip en með borpalli og siglir því ekki hratt, aðeins níu hnúta á tímann. Yrði skipið því sjóræningjum auðveld bráð ef engin vernd er til staðar. Samkvæmt frétt á börsen.dk. er ætlunin að skipið fari frá Rotterdam og út á Ettrick svæðið í Norðursjó þar sem Atlantic á hlut að olíusvæði. Aoku Mizu getur framleitt 25.000 tunnur af olíu á dag. Wilhelm Petersen segir að skipasmíðastöðín í Singapore, Blue Water, beri ábyrgð á því að Aoku Mizu komist klakklaust til Rotterdam. Því hafi Blue Water ákveðið að senda fylgdarskip með Aoku Mizu og verði vopnaðir verðir þar um borð á sólarhringsvöktum þar til Aoku Mizu kemst að Súez-skurðinum. Aðspurður um hvort ekki hafi verið einfaldara að senda Aoku Mizu suður fyrir Afríku segir Petersen að slíkt hefði tekið rúmlega mánuð í viðbót. Með þessu móti komist Aoku Mizu í gagnið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Atlantic Petroleum hefur fengið afhent olíuframleiðslu-og geymsluskipið Aoka Mizu frá skipasmíðastöð í Singapore. Ætlunin er að flytja það frá Singapore til Rotterdam á næstunni. Leið skipsins mun liggja um Aden-flóann og segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic að á þeirri leið muni skipið fá vopnaða vernd. Eins og kunnugt er af fréttum hafa sjóræningjar herjað á Aden-flóanum og næsta nágrenni af miklum krafti í ár. Aoka Mizu er á stærð við meðalstórt olíuflutningaskip en með borpalli og siglir því ekki hratt, aðeins níu hnúta á tímann. Yrði skipið því sjóræningjum auðveld bráð ef engin vernd er til staðar. Samkvæmt frétt á börsen.dk. er ætlunin að skipið fari frá Rotterdam og út á Ettrick svæðið í Norðursjó þar sem Atlantic á hlut að olíusvæði. Aoku Mizu getur framleitt 25.000 tunnur af olíu á dag. Wilhelm Petersen segir að skipasmíðastöðín í Singapore, Blue Water, beri ábyrgð á því að Aoku Mizu komist klakklaust til Rotterdam. Því hafi Blue Water ákveðið að senda fylgdarskip með Aoku Mizu og verði vopnaðir verðir þar um borð á sólarhringsvöktum þar til Aoku Mizu kemst að Súez-skurðinum. Aðspurður um hvort ekki hafi verið einfaldara að senda Aoku Mizu suður fyrir Afríku segir Petersen að slíkt hefði tekið rúmlega mánuð í viðbót. Með þessu móti komist Aoku Mizu í gagnið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira