Viðskipti erlent

Lækkun í Asíu í morgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum tóku dýfu í morgun í kjölfar lækkunar vestanhafs í gær. Nikkei-vísitalan lækkaði um sex prósent og KOSPI-vísitalan í Kóreu um rúmlega átta sem er mesta lækkun þeirrar vísitölu á einum degi í langan tíma.

Ársfjórðungsuppgjör fyrirtækja eru nú að líta dagsins ljós og má búast við þriðji ársfjórðungur þessa árs verði allólíkur sama fjórðungi í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×