Viðskipti erlent

Segir Merlin líklega selt fyrir helgi

Danska blaðið Börsen segir í dag að verslunarkeðjan Merlin í Danmörku verði líklega seld fyrir helgi. Merlin er þekkt vörumerki í raftækjum og þvottavélum en keðjan er í eigu Sverris Berg Steinarssonar.

Ástæðan fyrir sölunni segir Börsen vera slæmt ástand á smásölumarkaðinum í Danmörku og fjámálakreppan á Íslandi. Árleg velta Merlin á síðasta ári nam um 16 milljörðum kr.

Mögulegir kaupendur eru m.a. Elbodan sem rekur verslanirnar Punkt 1, Expert og 2Tal.

Ingi Einarsson forstjóri Merlin segir í samtali við Börsen að málin séu á viðkvæmu stigi í augnablikinu og engar upplýsingar gefnar af hans hálfu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×